kiwiKontent leggur mikla áherslu á að yfirbragð og áferð alls kynningar- og markaðsefnis sé smekklegt og hæfi efninu hverju sinni en við leggjum ekki síður áherslu á innihaldið sjálft, skilaboðin og framsetningu þeirra.

Það er ekki trúverðugt að setja fram huggulegt útlit ef innihaldið er ekki sannfærandi og trúverðugt – þess vegna þurfa báðir þessir þættir að haldast í hendur. Smekklegt útlit sem hæfir tilefninu og kjarngott innihald er hin fullkomna blanda sem þarf til að ná árangri.

Kontent aðstoðar þig við að móta skilaboðin og setja þínar hugmyndir og hugsanir í orð þannig að þær séu skýrar og aðgengilegar.  Í þessu sambandi er jafnan gott að huga að nokkrum þáttum:

  • Hvað er verið að kynna, hverju er verið að segja frá?
  • Hverjum eru skilaboðin ætluð?
  • Hvaða miðil eða miðla er vænlegast að nota til að koma skilaboðunum á framfæri?
  • Hvernig samræmast skilaboðin stefnu fyrirtækisins, félagsins eða stofnunarinnar? Endurspegla þau þá ímynd sem verið er að byggja upp eða viðhalda?