ananas2Er einhver vara eða þjónusta sem þú þarft að segja frá? Þarftu að koma einhverju á framfæri við viðskiptavini þína, starfsfólk eða almenning? Við aðstoðum þig við að setja fram efnið á skýran, áhugaverðan og skilmerkilegan hátt.

Miðlun upplýsinga er mikilvægur þáttur í starfsemi allra fyrirtækja, stofnana og félaga og skynsamlegt að standa vandlega að slíkri miðlun ef tilætlaður árangur á að nást. Óljós skilaboð með ómarkvissri framsetningu geta gert meira ógagn en gagn og því skiptir máli að vandað sé til verka – skoðað hvernig skilaboðin endurspegla starfsemina og séu í takt við þá sýn og ímynd sem er verið að byggja upp eða viðhalda.

Kontent býður fram þjónustu sína á þessu sviði og meðal þjónustuþátta má nefna eftirfarandi dæmi:

 • Fréttatilkynningar
  • Fjölmiðlar
  • Viðskiptavinir
  • Starfsfólk
  • Samstarfsaðilar
 • Greinaskrif á vefinn, í prentmiðla, skýrslugerð o.s.frv.
 • Gerð hvers kyns kynningar-, auglýsinga- og markaðsefnis
  • Prentmiðlar
  • Vefmiðlar
  • Ljósvakamiðlar
  • Eigin útgáfa (skýrslur, kynningarefni)
  • Umhverfismiðlar

Hafðu samband og við setjumst yfir málin – þér að kostnaðarlausu!