VIÐ LEGGJUM OKKUR FRAM UM AÐ SKILJA TIL FULLS HVAÐ ÞAÐ ER SEM ÞÉR LIGGUR Á HJARTA

Hæfileikar okkar liggja á mismunandi sviðum og þeir sem ná mestu árangri eru einmitt meðvitaðir um það; átta sig á að það er nauðsynlegt að fá til liðs við sig sérfræðinga til að gera gott betra. Eitt er að fá góða hugmynd, annað er að koma henni í framkvæmd svo ekki sé talað um að „pakka” henni þannig inn að hún njóti sín sem best og veki áhuga væntanlegra viðskiptavina.
Kontent sérhæfir sig í að hlusta og skilja hvað þér liggur á hjarta og í kjölfarið að koma fram með hugmyndir og tillögur um hvernig má standa að framsetningu, kynningu og markaðsfærslu.

Kontent leggur allt upp úr góðum samskiptum, skilningi á þörfum viðskiptavinarins og faglegri ráðgjöf til þeirra sem vilja hlusta.

Réttu verkfærin skila bestu lausninni.

Skýr skilaboð, myndræn framsetning og rétt val á boðleiðum skilar árangri.

HAFÐU SAMBAND

Myndræn framsetning

Myndir segja meira en þúsund orð. Með góðum myndum og myndvinnslu fæst sú áferð á þitt kynningarefni sem við sækjumst eftir.

Myndir segja sögu

Þú getur treyst því að við munum aðstoða þig við að myndskreyta þitt kynningarefni svo að sómi sé að.

Skýr skilaboð

Verum beinskeitt, skýr og afdráttarlaus í þeim skilaboðum sem við viljum koma á framfæri.

Verum nákvæm

Nýtum okkur boðhátt: „Komdu í dag”, „Skoðaðu núna”,

Val á boðleiðum

Viltu nýta þér ljósvakamiðla, prentmiðla, vefmiðla eða allt í senn?

Við hverja viltu tala?

Hvaða boðleið sem þú velur fyrir þín skilaboð þá er Kontent þér til ráðgjafar.